• Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

Ókeypis - Trúnaður - Alltaf opið

 

 

 tilkynna um áreiti, Ofbeldi eða einelti á netinu 

 

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. 

Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.

Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast og sem dæmi um ástæður þess að fólk hefur samband, bæði fyrir sig og aðstandendur, má nefna:

  • einmanaleika, þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsanir, sjálfskaða
  • átraskanir, geðraskanir, sorgir og áföll
  • fjármál, námsörðuleika, húsnæðisvandamál, atvinnuleysi
  • rifrildi og samskipti, ástarmál, fordóma
  • barnaverndarmál
  • kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi, einelti og stríðni
  • heilbrigðisvandamál, neyslu, fíkn 
  • kynferðismál, kynlíf, getnaðarvarnir, kynsjúkdóma.

Þessi listi er á engan hátt tæmandi og hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.

Stelpa-cover-banner

Netspjall Hjálparsímans

Við getum séð hvað þú skrifar áður en þú sendir textann.

Vinsamlega veldu tungumál til að hefja spjall.

Trúnaði og nafnleynd er heitið.

Ef þú færð ekki svar fljótlega eftir að þú tengist þá bjóðum við þér að hinkra eftir næsta lausa ráðgjafa, stundum er mikið að gera.


Strakur-FB-auglysing

Um Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Um 95 manna hópur sjálfboðaliða starfar við símsvörun og spjall hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjalli Rauða krossins. Allir sjálfboðaliðar hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja og er reglulega boðið upp á handleiðslu og fræðslufundi um málefni tengd Hjálparsímanum. Hjálparsíminn veitir virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda, t.d. sökum þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana. Auk þess veitir Hjálparsíminn sálrænan stuðning og ráðgjöf til þeirra sem telja að brotið hafi verið á sér á internetinu. Hlutverk Hjálparsímans 1717 er því mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila og má segja að ekkert sé Hjálparsímanum óviðkomandi.

Hjálparsíminn er í samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök bæði innanlands og utan. Má þar nefna Landlæknaembættið, Neyðarlínuna, Geðhjálp, Barnaheill, Heimili og skóla og svona mætti lengi telja.

Þá er Hjálparsíminn félagi í alþjóðlegu hjálparlínusamtökunum CHI (Child Helpline International). Auk þess er Hjálparsíminn aðili að Saft, þ.e. vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Þá sinnir Hjálparsíminn jafnframt hlutverki faglegs ráðgjafa í verkefni pólsku sjálfboðaliðasamtakana Regional Voluntary Center í Katowice sem nefnist Volunteerism? – I´m Game! Tilgangur verkefnisins er að þróa og bæta sjálfboðaliðastarf í skólum í Póllandi.

Þá gegnir Hjálparsími Rauða krossins 1717 hlutverki sem upplýsingasími þegar neyðarástand varir, s.s. í jarðskjálftum eða eldgosum þegar rýma þarf stór svæði. Þar eru m.a. veittar upplýsingar til aðstandenda sem spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og vina.

 

Ef þú hefur áhuga á að svara í Hjálparsíma Rauða krossins þá geturðu skráð þig hér á vefnum og fulltrúi Hjálparsímans mun hafa samband.

Capture

 

 

 

Chat provider: LiveChat


Chat with us, powered by LiveChat