MICROSOFT SKILMÁLAR FYRIR HUGBÚNAÐARLEYFI

MICROSOFT WINDOWS PC HEILBRIGÐISATHUGUN


BÚIR ÞÚ Í (EÐA EF AÐALSTARFSSTÖÐ ÞÍN ER Í) BANDARÍKJUNUM, SKALTU VINSAMLEGAST LESA „BINDANDI GERÐARDÓM OG YFIRLÝSINGU UM UNDANÞÁGU FRÁ FJÖLDALÖGSÓKN“ HÉR AÐ NEÐAN. ÞAÐ HEFUR ÁHRIF Á HVERNIG LEYST ER ÚR ÁGREININGI.


Þessir leyfisskilmálar eru samningur milli þín og Microsoft Corporation (eða tengdra fyrirtækja). Þeir eiga við um hugbúnaðurinn sem nefndur er hér að ofan og alla þjónustu eða hugbúnaðaruppfærslur Microsoft (nema að því marki sem slíkri þjónustu eða uppfærslum fylgja nýir eða viðbótarskilmálar, en í þeim tilfellum eiga þessir ólíku skilmálar væntanlega við og hafa engin áhrif á rétt þinn eða Microsoft varðandi foruppfærðan hugbúnað eða þjónustu). FARIR ÞÚ EFTIR LEYFISSKILMÁLUM ÞESSUM HEFURÐU ÞANN RÉTT SEM SKÝRÐUR ER HÉR Á EFTIR. ÞÚ SAMÞYKKIR SKILMÁLANA MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA HUGBÚNAÐINN.

1.    UPPSETNINGAR– OG NOTKUNARRÉTTUR .

a)    Almennt. Þér er heimilt að setja upp og nota ótakmarkaðan eintakafjölda hugbúnaðarins.

b)    Íhlutir þriðja aðila. Hugbúnaðurinn kann að innihalda íhluti þriðju aðila með sérstökum lagalegum tilkynningum eða sem lúta öðrum samningum, eins og fram kemur í ThirdPartyNotices skránni/skránum sem fylgja hugbúnaðinum.

2.     GÖGN.

a)    Gagnasöfnun . Hugbúnaðurinn kann að safna upplýsingum um þig og notkun þína á hugbúnaðinum og senda þær til Microsoft. Microsoft kann að nota þessar upplýsingar til að veita þjónustu og bæta vörur og þjónustu okkar. Þú getur bannað ákveðna hluta slíkrar upplýsingasöfnunar, en ekki hana alla, eins og lýst er í skjölunum sem fylgja vörunni.  Einnig kunna sumir eiginleikar í hugbúnaðinum að gera þér kleift að safna upplýsingum frá notendum forritanna þinna. Ef þú notar þessa eiginleika til að virkja upplýsingasöfnun í forritum þínum verður þú að hlíta gildandi lögum, m.a. með því að veita notendum forrita þinna viðeigandi tilkynningar. Nánari upplýsingar um upplýsingasöfnun og -notkun er að finna í hjálparskjölunum og persónuverndaryfirlýsingunni á https://aka.ms/privacy. Með því að nota hugbúnaðinn telst þú hafa samþykkt þetta verklag.

b)    Vinnsla persónuupplýsinga. Að því marki sem Microsoft er vinnsluaðili eða undirvinnsluaðili persónuupplýsinga í tengslum við hugbúnaðinn gengst Microsoft undir skuldbindingarnar sem kveðið er á um í gagnaverndarreglugerð Evrópusambandsins, samkvæmt skilmálum Online Services Terms, gagnvart öllum viðskiptavinum frá og með 25. maí 2018, eins og sjá má á https://docs.microsoft.com/en-us/legal/gdpr.

3.    UMFANG LEYFIS. Veitt er notendaleyfi fyrir hugbúnaðinn, hann er ekki seldur. Microsoft áskilur sér allan annan rétt. Nema viðeigandi lög veiti þér meiri rétt þrátt fyrir þessa takmörkun, munt þú ekki (og hefur engan rétt til að):

a)    vinna þig fram hjá öllum tæknilegum takmörkunum hugbúnaðarins sem gera þér einungis kleift að nota hann á tiltekinn hátt;

b)    vendismíða, bakþýða eða baksmala hugbúnaðinn, eða reyna á annan hátt að rekja frumkóða hugbúnaðarins, nema og að því marki sem skylt er samkvæmt leyfisskilmálum þriðju aðila sem gilda um notkun tiltekinna opinna hluta hugbúnaðarins sem hann kann að innihalda;

c)    fjarlæga, lágmarka, hindra eða breyta neinum tilkynningum frá Microsoft eða birgjum þess í hugbúnaðinum;

d)    nota hugbúnaðinn með nokkrum ólöglegum hætti eða til að búa til eða dreifa spilliforritum, eða

e)    deila, birta, dreifa eða lána hugbúnaðinn, veita hugbúnaðinn sem frístandandi lausn sem aðrir geta notað, eða framselja hugbúnaðinn eða þennan samning til nokkurs þriðja aðila.

4.    TAKMARKANIRÁ ÚTFLUTNINGI. Þér er skylt að fara að öllum innlendum og alþjóðlegum lögum og reglum um útflutning sem eiga við um hugbúnaðinn, þ.m.t. hömlum varðandi áfangastaði, notendur og notkun. Nánari upplýsingar um takmarkanir á útflutningi er að finna á http://aka.ms/exporting.

5.    ÞJÓNUSTA VIÐ NOTENDUR. Microsoft ber engin skylda samkvæmt þessum samningi til að veita neina stuðningsþjónustu fyrir hugbúnaðinn. Allur stuðningur er veittur „eins og hann er“, „með öllum göllum“ og án nokkurrar ábyrgðar.

6.    UPPFÆRSLUR. Hugbúnaðurinn kann að leita reglulega að uppfærslum, hlaða þeim niður og setja þær upp fyrir þig. Þú mátt aðeins fá uppfærslur frá Microsoft eða viðurkenndum aðilum. Microsoft gæti þurft að uppfæra kerfið þitt til að sjá þér fyrir uppfærslum. Þú samþykkir að taka á móti þess háttar sjálfvirkum uppfærslum án nokkurs frekari fyrirvara. Ekki er víst að uppfærslur innihaldi eða styðji alla eiginleika hugbúnaðar, þjónustu eða jaðartæki sem fyrir eru.

7.    BINDANDI GERÐARDÓMUR OG YFIRLÝSING UM UNDANÞÁGU FRÁ HÓPMÁLSSÓKN. Þessi kafli á við ef þú býrð (eða, ef um fyrirtæki er að ræða, aðalstarfsstöð þín er) í Bandaríkjunum.  Ef upp kemur ágreiningur á milli þín og Microsoft samþykkja bæði þú og Microsoft að reyna í 60 daga a leysa hann á óformlegan hátt. Ef það tekst ekki samþykkja þú og Microsoft bindandi gerðardóm frammi fyrir Gerðardómssamtaka Bandaríkjanna („AAA“) samkvæmt alríkislögum um gerðardóm („FAA“), og að höfða að mál fyrir dómara eða kviðdómi. Þess í stað mun hlutlaus gerðardómari fella sinn úrskurð. Hópmálsóknir , fjöldameðferð fyrir gerðardómi og annar málarekstur þar sem einhver starfar sem lagalegur fulltrúi annars er ekki heimill;né heldur að sameina einstakar meðferðir mála án samþykkis allra aðila. Heildarsamningurinn um gerðardóm inniheldur fleiri skilmála og er að finna á https://aka.ms/arb-agreement-4. Þú og Microsoft samþykkið þessa skilmála.

8.    HEILDARSAMNINGUR . Samningurinn, og allir aðrir skilmálar sem Microsoft kann að veita fyrir viðbætur, uppfærslur eða forrit þriðju aðila, myndar saman samninginn fyrir hugbúnaðinn.

9.    LÖG SEM GILDA UM SAMNINGINN OG STAÐUR TIL AÐ LEYSA ÁGREINING. Ef þú eignaðist þennan hugbúnað í Bandaríkin eða Kanada, skulu lög þess ríkis eða fylkis sem þú hefur búsetu í (eða þar sem það fyrirtæki þitt hefur höfuðstöðvar sínar) gilda um túlkun á þessum samningi, kröfur vegna samningsbrota, og allar aðrar kröfur (þar á meðal kröfur sem falla undir lög um neytendavernd, samkeppnislög og skaðabótarétt) án tillits til lagaskilareglna, að öðru leyti en því öll allt sem tengist gerðardómi heyrir undir FAA. Hafirðu fengið hugbúnaðinn í einhverju öðru landi gildir löggjöf þess lands, að öðru leyti en því að allt sem tengist gerðardómi heyrir undir FAA. Ef málið heyrir undir lögsögu bandarískra dómstóla samþykkir þú og Microsoft að lúta lögsögu og varnarþingi alríkisdómstóls í King County í Washington vegna alls ágreinings sem lagður er fyrir rétt (að gerðardómi undanskildum). Ef ekki, samþykkir þú og Microsoft að lúta lögsögu og varnaþingi æðri dóms í King County í Washington vegna alls ágreinings sem lagður er fyrir rétt (að gerðardómi undanskildum).

10. RÉTTINDI NEYTENDA; BREYTILEIKI MILLI SVÆÐA. Samningur þessi lýsir tilteknum lagalegum réttindum. Verið getur að þú njótir annarra réttinda, þ.m.t. neytendaréttar, samkvæmt ríkis-, fylkis-, eða landslögum þínum. Aðskilið og burtséð frá sambandi þínu við Microsoft, kannt þú einnig að eiga réttindi gagnvart þeim aðila sem þú fékkst hugbúnaðinn frá. Samningur þessi hefur ekki áhrif á þessi önnur réttindi þín ef lög ríkis, fylkis, eða lands þíns heimila það ekki. Hafir þú til dæmis fengið hugbúnaðinn á einu af neðangreindum svæðum, eða bindandi landslög gilda, þá eiga eftirfarandi ákvæði við um þig:

a)    Ástralía. Þú hefur lögboðna tryggingu undir áströlsku neytendalöggjöfinni (Australian Consumer Law) og engu í þessum samningi er ætlað að hafa áhrif á þau réttindi.

b)    Kanada. Ef þú eignaðist þennan hugbúnað í Kanada geturðu hætt að fá uppfærslur með því að slökkva á eiginleikanum fyrir sjálfvirkar uppfærslur, aftengja nettenginguna þína (ef og þegar þú tengir hana aftur heldur hugbúnaðurinn aftur á móti áfram að leita að og setja upp uppfærslur), eða fjarlægja hugbúnaðinn. Í skriflegum gögnum með vörunni, ef einhver eru, kann einnig að vera tilgreint hvernig eigi að slökkva á uppfærslum fyrir þitt tæki eða hugbúnað.

c)    Þýskaland og Austurríki.

i.     Ábyrgð. Réttilega samþykktur hugbúnaðurinn mun virka í reynd líkt og lýst er í nokkru því efni frá Microsoft sem fylgir hugbúnaðinum. Hins vegar veitir Microsoft enga samningsbundna ábyrgð í tengslum við samþykkta hugbúnaðinn.

ii.    Takmörkun ábyrgðar. Þegar um er að ræða háttsemi af ásetningi, alvarlega vanrækslu, kröfur sem byggja á lögum um vöruábyrgð, sem og, þegar um er að ræða dauða eða líkamstjón, er Microsoft ábyrgt samkvæmt lögum.

Með fyrirvara ákvæði ii. á undan, verður Microsoft aðeins dregið til ábyrgðar fyrir minni háttar gáleysi ef Microsoft brýtur í bága við slíkar efnislegar, samningsbundnar skyldur, en uppfylling þeirra greiðir fyrir tilhlýðilegum efndum þessa samnings, en brot á þeim myndi stofna tilgangi þessa samnings í hættu og þeirri fylgni sem aðili gæti að staðaldri treyst á (svokallaðar „meginskyldur“). Hvað varðar önnur tilvik minni háttar gáleysis verður Microsoft ekki dregið til ábyrgðar fyrir minni háttar gáleysi.

11. FRÁVÍSUN ÁBYRGÐAR. LEYFI FYRIR HUGBÚNAÐINUM ER VEITT „EINS OG HANN ER.“ ÞÚ BERÐ ÁHÆTTUNA AF ÞVÍ AÐ NOTA HANN. MICROSOFT GEFUR ENGAR SÉRSTAKAR ÁBYRGÐIR, TRYGGINGAR EÐA SKILYRÐI. MICROSOFT UNDANSKILUR ALLA ÓBEINA ÁBYRGÐ, ÞAR Á MEÐAL Á SÖLUHÆFNI, ÁBYRGÐ Á AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN OG BROT Á HÖFUNDARRÉTTI, AÐ ÞVÍ MARKI ER LÖG LEYFA.

12. TAKMARKAÐAR OG UNDANSKILDAR SKAÐABÆTUR. SÉ GRUNDVÖLLUR FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÉR SÉ BÆTT TJÓN ÞRÁTT FYRIR OFANGREINT AFSAL ÁBYRGÐAR, GETURÐU AÐEINS FENGIÐ BÆTT BEINT TJÓN SEM NEMUR ALLT AÐ 5,00 BANDARÍKJADÖLUM FRÁ MICROSOFT OG BIRGJUM ÞESS. EKKI FÁST BÆTUR VEGNA ANNARS KONAR TJÓNS, ÞAR MEÐ TALIÐ AFLEIDDS TJÓNS, TEKJUTAPS EÐA TILTEKINS, ÓBEINS EÐA TILFALLANDI TJÓNS.

Þessar takmarkanir gilda um (a) allt sem tengist hugbúnaðinum, þjónustu, innihaldi (þar á meðal kóða) á netsvæðum þriðju aðila, eða forrit þriðju aðila; og (b) kröfur vegna samningsbrota, brota á ábyrgð, tryggingu eða skilyrðum; hlutlæga ábyrgð, gáleysi eða önnur skaðaverk; eða nokkra aðra kröfu; í hverju tilfelli að því marki sem viðeigandi lög leyfa.

Hún gildir líka jafnvel þótt Microsoft eða Apple hafi vitað eða hefðu mátt vita um möguleikann á tjóni. Ekki er víst að ofangreindar takmarkanir gildi um þig þar sem ekki er víst að takmarkanir eða útilokanir vegna tilfallandi, afleiddra eða annars konar tjóna séu leyfilegar í ríki, héraði eða heimalandi þínu.