TAP TO PAY Á IPHONE
TAKTU VIÐ GREIÐSLUM Á STAÐNUM BEINT ÍIPHONE-SÍMANN ÞINN
Tap to Pay á iPhone er nú í boði hjá Rapyd.* Það þýðir að hver sem er getur tekið við hvers konar snertilausum greiðslum á staðnum – allt frá hefðbundnum debet- og kreditkortum til Apple Pay og annarra rafrænna símaveskja. Þetta er einfalt og öruggt og engin þörf fyrir posa eða annan tækjabúnað. Allt sem þú þarft er iPhone.
SVONA VIRKAR ÞETTA
STÆKKAÐU
STARFSVETTVANGINN
Með Tap to Pay á iPhone getur hver sem er stundað viðskipti á fleiri stöðum einfaldlega með því að taka við snertilausum greiðslum beint í iPhone-símann. Afgreiðsluferlið gerir það auðveldara að ná til nýrra viðskiptavina, taka við greiðslum á ferðinni og stækka markaðinn þinn. Allt sem þú þarft er iPhone og Rapyd Pay appið.
ENGINN AUKABÚNAÐUR
Engin þörf er á að taka posa á leigu. Tap to Pay á iPhone gerir það einfalt að hefja nýjan rekstur eða auka umsvif í núverandi rekstri. Með iPhone og Rapyd Pay appinu getur hver sem er tekið við snertlausum greiðslum. Einfalt mál.
ÖRUGG GREIÐSLULEIÐ
Tap to Pay á iPhone nýtir innbyggðar öryggis- og persónuverndarlausnir iPhone símtækja til að vernda gögn um þinn rekstur og viðskiptavini þína. Þegar greiðsla fer í gegn geymir Apple hvorki kortanúmer né PIN-númer í iPhone-símanum. Slíkar upplýsingar eru heldur ekki vistaðar á netþjónum Apple. Þannig geta bæði söluaðilar og viðskiptavinir þeirra verið þess fullvissir að þeirra persónulegu gögn séu örugg og einungis vistuð hjá þeim sjálfum.
PINNIÐ ER ÖRUGGT
Færslur sem krefjast innsláttar á PIN-númeri kalla sjálfkrafa fram PIN-innsláttarskjá þegar Tap to Pay á iPhone er notað. Þegar sá skjár birtist er Tap to Pay á iPhone hannað til að fyrirbyggja að öpp í bakgrunni geti lesið upplýsingar frá skynjurum sem gætu afhjúpað einhvern hluta PIN-númersins. Þegar greiðsla er afgreidd kemur hönnun Tap to Pay á iPhone í veg fyrir að allur sá myndavéla-, vídeó-, skjáskota- eða skjáupptökubúnaður sem er á iPhone-síma söluaðilans geti fangað kortanúmer eða PIN-númer viðskiptavinarins.